Hugleikur Dagsson

Verkefnið nýtur stuðnings Hugleiks Dagsonar sem hefur að þessu tilefni gefið út fimm teikningar sérstaklega tileinkaðar hugarfari karlmanna í krabbameinsferlinu.

Það er algengt að menn grípi í svarta húmorinn í þessu ferli. Við fengum nokkra til liðs við okkur sem sótt hafa þjónustu Ljóssins til að leggja línurnar fyrir Hugleik. Hann hefur sannarlega unnið vel með það og skilað af sér í hárbeittum en bráðfyndnum myndum eins og honum einum er lagið.

Boli og veggspjöld með hönnun verkefnisins má versla í takmörkuðu upplagi. Allur ágóði rennur til Ljóssins.

Skoða varning